Sexfalt líklegri til að fá næga hreyfinu ef hjólreiðum er fléttað inn í lífstílinn

Journal of Public Health birti nýlega grein um breska rannsókn sem sýndi fram á að þeir sem fléttuðu hjólreiðum inn í lífstíl sinn með því að nota reiðhjól til samgangna voru fjórfalt líklegri en aðrir til að ná ráðlagðri vikulegri hreyfingu eða sexfalt líklegri ef þeir bjuggu í London. Alþjóða heilbrygðistofnunin WHO ráðleggur 150 mínútur af hóflegri hreyfingu vikulega eða 75 mínútur af stífri hreyfingu eða bland þar af.

Niðurstöðurnar voru fengnar með greiningu gagna úr The English Active People Survey sem er sú stærsta í Evrópu með 160.000 símaviðtölum árlega í yfir 10 ár.

Quantifying the contribution of utility cycling to population levels of physical activity: an analysis of the Active People Survey
Glenn Stewart, Nana Kwame Anokye, Subhash Pokhrel
J Public Health (Oxf) (2016) 38 (4): 644-652.
DOI: https://doi.org/10.1093/pubmed/fdv182
Published: 11 December 2015

Conclusion

People who undertook utility cycling were four times as likely to meet current physical activity recommendations as those who did not undertake such cycling, even after controlling for other underlying population characteristics. In inner London where investments in cycle infrastructure have taken place, this likelihood appears to rise to six times. As utility cycling has a tremendous potential to both increase population levels of physical activity and reduce the external costs of motorized transport, promotion of utility cycling therefore appears to be a pragmatic policy option to public health decision-makers.

Sjá líka grein í Momentum Magazine sem fjallaði um rannsóknina.

A Study Finds Cyclists to Be Six Times Healthier than Other Commuters

https://momentummag.com/london-bike-commuters-are-six-times-healthier-than-other-commuters/

Fararmátinn hefur áhrif á vellíðan og heilsufar

Þeir sem hjóla eða ganga til vinnu líður betur en þeim sem keyra milli staða og sýndi það sig líka hjá þeim sem skiptu um fararmáta. Þetta voru niðurstöður Adam Martin hjá University of East Anglia sem rannsakaði gögn um 18.000 breta yfir 10 ára tímabil.

Rannsóknin staðfesti jafnframt niðurstöður annara rannsókna um heilsufarsávinning hjólreiða og göngu.

Hér er frétt BBC um þessa könnun: Walking or cycling to work 'improves well-being'

* Does active commuting improve psychological wellbeing? Longitudinal evidence from eighteen waves of the British Household Panel Survey
Adam Martina, Yevgeniy Goryakina, Marc Suhrckea

Bara korter til hálftími á dag

Almennt er ráðlagt að hreyfa sig sem nemi 30 mínútum daglega eða 150 mínútur í hverri viku en samkvæmt nýrri viðamikilli rannsókn frá Taiwan kom í ljós að þó hreyfingin sé aðeins 15 mínútur daglega hafi það veruleg áhrif á heilsuna og geti aukið lífslíkurnar um þrjú ár.

* Minimum amount of physical activity for reduced mortality and extended life expectancy: a prospective cohort study. Dr Chi Pang Wen, MD, Jackson Pui Man Wai, PhD

Hamingjan og hreyfingin

Vísindamenn greindu gögn úr heilsufarskönnunum í Kanada yfir 15 ára tímabil og komust að þeirri niðurstöðu að greinileg langtímaárhrif eru á milli hamingju og hreyfingar. Þeir sem stunduðu hreyfingu voru mikið líklegri til að vera líka hamingjusamir. Og þeir sem voru ekki hamingjusamir en tóku sig á voru mun líklegri til að hafa fundið hamingjuna í næstu könnun á eftir en þeir sem völdu viðvarandi hreyfingarleysi.

* Long-term association between leisure-time physical activity and changes in happiness: analysis of the Prospective National Population Health Survey.
Wang F, Orpana HM, Morrison H, de Groh M, Dai S, Luo W.

Hreysti á efri árunum

Í nýlegri könnun vísindamanna við King’s College London og The University of Birmingham, Englandi var hópur fólks á aldrinum 55 til 79 ára sem æfðu hjólreiðar reglulega valinn og mælt ýmislegt svo sem  þol, þrek, vöðvamassi, efnaskipti, jafnvægi, minni, viðbragð, beinþynning og fl. Enginn þessara mælikvaðra gáfu skýr merki um aldur viðkomandi og flestir mældust á við fólk sem var mikið yngra.

Hér er grein úr New York Times sem fjallar um þessa rannsókn: How exercise keeps us young og önnur úr The Daily Mail: Serious cycling 'keeps you young'

*An investigation into the relationship between age and physiological function in highly active older adults    Ross D. Pollock, Scott Carter, Cristiana P. Velloso, Niharika A. Duggal, Janet M. Lord, Norman R. Lazarus andStephen D. R. Harridge