Gamli Kópavogshringurinn

Hjólað er um góðan hjólreiðastíg á Kársnesi með smá viðkomu á Bakkabraut, hjólað er í gegnum Kópavogsdalinn og í gegnum tvenn undirgöng undir Breiðholtsbraut, þvera þarf Smiðjuveginn en þá er leiðin greið í Fossvogsdalnum. Hjólað er á samfelldum stíg að Snælandsskóla en þaðan þarf að hjóla á rólegu umferðargötunum Víðigrund og Birkigrund að Lundi. Einnig væri hægt að nota hjólabrautina í Fossvogsdalnum. Leiðin er 11,6 km.

hjolreidaleid kopavogshringur-w