Hjólað er um góðan hjólreiðastíg á Kársnesi með smá viðkomu á Bakkabraut, hjólað er í gegnum Kópavogsdalinn og í gegnum tvenn undirgöng undir Breiðholtsbraut, þvera þarf Smiðjuveginn en þá er leiðin greið í Fossvogsdalnum. Hjólað er á samfelldum stíg að Snælandsskóla en þaðan þarf að hjóla á rólegu umferðargötunum Víðigrund og Birkigrund að Lundi. Einnig væri hægt að nota hjólabrautina í Fossvogsdalnum. Leiðin er 11,6 km.

hjolreidaleid kopavogshringur-w

skemmtilegar hjólaleiðir

Víða eru göngubrýr eða undirgöng undir umferðaræðar og stígar eru lagðir um vinsælar útvistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægissíðu.

Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti.

Staðirnir eru í Nauthólsvík, við Ægissíðu, við Gullinbrú, við Suðurlandsbraut gegnt Mörkinni, í Elliðaárdal og við Ánanaust. Reykjavíkurborg hefur lagt til númerakerfi fyrir stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og merkt stíga skv. því .

IMG_7175

Hjólaferð um „Reykjavík á röngunni“ er fólgin í því að hjóla um falda göngustíga, þröngar götur, undirgöng og bakgarða. Þessa ferð má útfæra á marga vegu og má sérstaklega nefna bakstíga sem liggja frá Snorrabraut að Hringbraut þó ekki séu þeir samfelldir.

 IMG_7176

 skemmtilegar_hjolaleidir_2010

 

hringvegur


Stígur 1n Reykjavík - Mosfellsbær

Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lystigarðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla.


Stígur 1s Elliðaárdalur - Heiðmörk

Þessi leið liggur um gróðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breiðholtsbraut og upp að göngum undir götuna til móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum.

reykjavikurhringur leið tvö

Þetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fosvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni.

Þessa leið er tilvalið að lengja um 5,2 km með því að bæta hjólastíg 10 Seltjarnarneshring við.

grafarvogur

Í Grafarvogi er m.a. hægt hjóla út með Kleppsvík við fjöruborð. Þar er hægt að skoða höggmyndagarð Hallsteins Sigurðssonar og finna skemmtilega og krókótta hjólaleið sem liggur frá Grafarvoginum að Grafarholti.

 

Fáðu lista hjá Listasafni Reykjavíkur yfir styttur borgarinnar og skipulegðu ferð(ir) til að skoða þær.

Skoðaðu Ásmundarsafn, höggmyndagarðinn við Listasafn Einar Jónssonar við Freyjugötu, Lýðveldisgarðinn við danska sendiráðið, Hljómskálagarðinn, Miklatún og Laugardalinn.

skemmtilegar_hjolaleidir_2010

Perlan, Suðurhlíð, framhjá Nesti, eftir Sæbólsbraut, Ásabraut og stíg að Fífuhvammi, að Fífunni, undir Fímuhvammsveg og eftir stíg upp Smárana að Nónhæð.

Nánar hér

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp með Elliðaám, að Ártúnsskóla, um Kvíslar og Hálsa, yfir í Grafarvog. Um Foldir og Hamra, Bryggjuhverfi, Sævarhöfða og loks á kaffihús. Vegalengdin er um 13 km og hjólatími 105 mínútur.

skemmtilegar hjólaleiðir

Sprengisandur, upp Elliðaárdal og undir Höfðabakka við stíflu, yfir Vatnsveitubrú, fram hjá Fáki, yfir Dimmu (hjól borin), um Vatnsenda, meðfram Elliðavatni um Þingmannaleið og á Heimsenda.

Nánar hér

Víðast hvar er ágætis stígakerfi í nágrenni sveitarfélaga. Til dæmis hentar Akureyri mjög vel til hjólreiða enda eru fjölmargir leiðir og stígar í boði. Má þar m.a. nefna leiðina meðfram Glerá, í Naustaborgum og í Kjarnaskógi. Í Kjarnaskógi er þar að auki að finna fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins.

Á Ísafirði er hægt að hjóla á stíg í Tungudal en einnig er hægt að hjóla eftir þjóðvegunum, vegaslóðum og gömlum fjallvegum.

Víða er er að finna opna skóga og þangað er tilvalið að hjóla.

Það er kjörið að nýta sér hjólaleigur þegar ferðast er um landið og kynnast landinu með þeim einstaka hætti sem reiðhjól bjóða upp á.

Hvalfjörðurinn er um 62 km.

Þar er að finna marga áhugaverða staði og hann er tilvalinn fyrir dagsferð.

Árlega stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir óvenjulegri guðsþjónustu sem er í senn hjólaferð og messa.

Hjólað er á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur.

Nánar hér