Atvinnuveitendur geta hvatt til hjólreiða

Það er víða verið að hvetja fólk til að hjóla til vinnu enda græða allir á því. Bresk stjórnvöld eru með athyglisvert verkefni sem hvetur atvinnuveitendur til að bjóða starfsfólki sem hjólar til vinnu upp á góða aðstöðu og gáfu út bækling með góðum hugmyndum fyrir atvinnuveitendur.

Þeir atvinnuveitendur sem taka þátt skuldbinda sig til að bjóða starfsfólki upp á góða aðstöðu til að geyma hjól, þar sem hægt er að læsa bæði stelli og dekkjum. Fataskápa svo hægt sé að geyma vinnufötin í vinnunni ásamt aðstöðu til að skipta um. Einnig eru í boði leiðir til að koma til móts við fólk þegar kemur að kaupum og viðhaldi hjólanna en eitt það mikilvægasta er samt kannski að hvetja fólk til að hjóla til vinnu.

Lesið um Cycle to work vekefnið hér.

Hér er bæklingur sem leiðbeinir atvinnuveitendum hvernig þeir geta stuðlað að auknum hjólreiðum.