Hvaða leið er best að hjóla?

Þegar bíllinn er skilinn eftir heima og hjólað af stað opnast nýr heimur undir berum himni með nýjum valkostum og það getur verið mikið ævintýri að upp­götva nýjar leiðir um borgina. Má þar nefna leiðina meðfram suðurströnd Reykjavíkur inn í Fossvog og alla leið upp í Heiðmörk þar sem hægt er að forðast samneyti við bílaumferð að mestu alla leið. Einnig er hægt að hjóla á móti umferð í einstefnugötum uppi á gangstétt eða þar til gerðum hjólastígum.

Skemmtilegast getur verið að uppgötva þessar leiðir í góðum félagsskap t.d. í rólegu þriðjudagskvöldferðunum okkar í Fjalla­hjóla­klúbbnum á sumrin eða ferðunum á laugardagsmorgnum sem Landssamtök hjól­reiða­manna og Hjólafærni á Íslandi standa fyrir yfir vetrarmánuðina.

 

Hjólavefsjá Ride the city

Með Ride the city hjólavefsjánni getur þú fengið tillögur að leiðum milli staða. Það þarf bara að draga græna hjólið á staðsetningu þína á kortinu og rauða stopp merkið á áfangastað og vefsjáin teiknar leið fyrir þig.
Hjólavefsjáin

Kortið sýnir líka hvar göngustígar liggja og þannig gætir þú stytt leið þína og séð nýja hlið á borginni.

 

Hjólavefsjá Bikecitizen

Nýlega kom bikecitizens.net með sambærilegan vef með hjólavefsjá sem finnur hentuga leið eftir þeim forsendum sem þú velur

Ef þú ert með snjallsíma getur þú líka náð í appið og fengið leiðsögn jafnóðum.

bikecitizens hjólavefsjáin

 

Strava umferðarkortið

Fjöldi fólks skráir ferðir sínar hjá Strava og það getur verið fróðlegt að skoða hvar notendur forritsins hjóla mest og hvaða leið þeir velja milli hverfa, sveitafélaga o.s.frv. Reyndar eru notendur Strava meira keppnisfólk að æfa sig heldur en almenningur að dóla sér í vinnuna en þetta er góð viðmiðun ef þú ratar ekki úr Grafarvog í Hafnarfjörð. Á myndinni sést Strava heatmap sem sýnir rautt þar sem mest er hjólað og blátt og daufara þar sem minna er hjólað.

labs.strava.com/heatmap
strava heatmap