Landssamtök hjólreiðamanna

Hjólreiðamenn eiga sér sameiginleg baráttumál og samstarfsvettvangur þeirra eru Landssamtök hjólreiðamanna.

Markmið ÍFHK er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna og mikið af þeirri vinnu fer fram innan LHM í góðri samvinnu við fólk í hinum félögunum. Á vef LHM blómstrar líka hjólamenningin með fjölbreyttum fréttum víðs vegar að ásamt fræðilegri umfjöllun í pistlum safn tengla um staðla og rannsóknir.  

Allir félagar í ÍFHK, HFR og Hjólamönnum eru jafnframt í Landssamtökum hjólreiðamanna (LHM).

Þessi vefur hjólreiðar.is  er samstarfsverkefni LHM og ÍFHK og er ætlað að hvetja til hjólreiða og stuðla að auknu öryggi með því að kenna grunnatriði samgönguhjólreiða.

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi hafa undanfarna vetur staðið fyrir léttum hjólaferðum yfir vetrarmánuðina. Þær eru ókeypis og opnar öllum. Það er hjólað á götum þegar það hentar og gott fyrir nýliða að kynnast tækni samgönguhjólreiða í þessum hóp.

Laugardagsferðir Landssamtaka hjólreiðamanna

www.lhm.is