Hjólreiðasamband Íslands

Hjólreiðasamband Íslands

Hjólreiðasamband Íslands er sérsamband innan ÍSÍ og hét áður Hjólanefnd ÍSÍ og heldur úti vefnum Hjólamót.is

Vefurinn Hjólamót.is var hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar í ÍSÍ, og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum.

Nánar hér: hjolamot.is

Félagslífið og ferðirnar

Langar þig til að hjóla í hóp en veist ekki hvert þú ættir helst að leita? Aldrei áður hafa verið  eins margir hjólahópar sem skipuleggja hjólaferðir og æfingar sem standa öllum opnar. Þú ert líka velkomin/n !

Allir ættu að finna ferð við sitt hæfi því ferðirnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Hvort heldur sem þú vilt fara rólega með börnunum, spjalla og skoða umhverfið líkt og í ferðum Fjallahjólaklúbbsins,  Landssamtaka hjólreiðamanna og Útivistar.

Eða taka hraustlega á því á æfingu með sportfélögunum og hjóla kannski með Íslandsmeisturunum. Það er til hópur sem hentar þér. Hér verða taldir upp þeir helstu sem við vitum um og eru opnir. Allt birt með fyrirvara, rétt er að lesa sér betur til á heimasíðum félaganna.

Þríþrautarnefnd ÍSÍ

Þríþrautarnefnd ÍSÍ

Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur úti vefnum triathlon.is og þar má finna önnur þríþrautarfélög. Sjá nánar: triathlon.is

Hjólreiðafélag Akureyrar

Hjólreiðafélag Akureyrar

Hjólreiðafélag Akureyrar var stofnað 2. maí 2012. Tilgangur félagsins er að efla hjólreiðar á Akureyri og í nágrenni. Kynna hjólreiðar sem jákvæða hreyfing og glæða áhuga almennings á gildi þeirra. Einnig skal félagið standa fyrir fræðslu og forvörnum er snúa að bættum hjólreiðasamgöngum.

Nánari upplýsingar: hfa.is

Hjólreiðafélagið Tindur

Hjólreiðafélagið Tindur

„Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í Febrúar 2011 með það markmið að fjölga í og bæta keppnishjólreiðar, af öllum gerðum, á Íslandi. Við höfum það einnig að markmiði að stækka og bæta ímynd allra tegunda hjólreiða, hvort sem það eru samgönguhjólreiðar, keppnishjólreiðar eða bara hjólreiðar til skemmtunar. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ - allir eru velkomnir í félagið.“

Nánari upplýsignar: tindur.org