img 5099

Bergþór Pálsson hjólar upp Hverfisgötuna. Hann kann að meta þennan frábæra fararmáta og á það til að hjóla í jakkafötunum til að syngja við jarðafarir og aðra viðburði eins og kemur fram í skemmtilegu viðtali við hann og manninn hans Albert Eiríksson í Grænum apríl:

 

Hjóla og spara from Grænn Apríl on Vimeo.

Bergþór Pálsson, söngvari og Albert Eiríksson, framkvæmdastjóri, eru meðal þeirra, sem við sjáum í umferðinni dags daglega á hjóli. Þeir eru ekki einungis fallegir og yndislegir að utan sem innan, þeir huga vel að umhverfinu og heilsunni. Tökum þá til fyrirmyndar og við gætum sparað tugi þúsunda milljóna í gjaldeyri á ári hverju ef hjólin væru tekin fram í einungis helmingi þeirra tilvika sem við þurfum að hendast styttri vegalengdir.

Albert Eiríksson heldur úti heimasíðunni www.alberteldar.com

Við biðjumst velvirðingar á hljóðgæðum upptökunnar. Á upptökustað var hífandi rok, rúta og flugvél, sem átti leið framhjá. Kannski lýsandi dæmi um þá hljóðmengun sem íbúar höfuðborgarinnar búa við dags daglega.

Smelltu þér á www.graennapril.is og kynntu þér fleiri grænar og bráðskemmtilegar lausnir. Láttu þér líka við www.facebook.com/graennapril.is